Sunnifa - leiksýning

Þann 19. september verður frumsýning á leiksýningunni Sunnifa. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, höfundur handrits er Árni Friðriksson og leikstjóri Þór Túliníus. Leikritið er sviðsetning á kvenna-tvíleik um Sunnefu Jónsdóttur, sem dæmd var til drekkingar á 18.öld og verð fræg fyrir að rísa upp gegn yfirvaldinu . Með lifandi tónlist, sviðshreyfingum, texta og leik kynnumst við raunasögu Sunnefu og samtímakvenna hennar sem drekkt var fyrir litlar og órettmætar sakir. Í tengslum við sýningarnar verður síðan samtal milli leikara, leikstjóra og nemenda (áhorfenda) um umfjöllunarefni sýningarinnar, stöðu kvenna á 18.öld á Íslandi og hvernig þau mál standa í dag með vísun í #metoo byltinguna

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479