LAND

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnar myndlistasýninguna Land í Sláturhúsinu þann 18. júlí. Sýningin er samsýning 6 myndlistamanna sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil og landið sem innblástur.

Listamennirnir eru: Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir

VOR (Haust) Pólsk listahátíð

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs ætlar að blása til pólskrar menningarhátíðar í Sláturhúsinu vorið haustið 2020. Ætlunin er að skapa flöt fyrir skapandi listir og alþjóðlegt samtal og samspil þar sem að margvísleg pólsk lifandi list fær rými og athygli gegnum myndlist, tónlist, kvikmyndalist og sviðslistir. Þáttakendur eru pólskir listamenn sem að búa og starfa á Íslandi .

Sunnifa - leiksýning

Þann 19. september verður frumsýning á leiksýningunni Sunnifa. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, höfundur handrits er Árni Friðriksson og leikstjóri Þór Túliníus. Leikritið er sviðsetning á kvenna-tvíleik um Sunnefu Jónsdóttur, sem dæmd var til drekkingar á 18.öld og verð fræg fyrir að rísa upp gegn yfirvaldinu . Með lifandi tónlist, sviðshreyfingum, texta og leik kynnumst við raunasögu Sunnefu og samtímakvenna hennar sem drekkt var fyrir litlar og órettmætar sakir. Í tengslum við sýningarnar verður síðan samtal milli leikara, leikstjóra og nemenda (áhorfenda) um umfjöllunarefni sýningarinnar, stöðu kvenna á 18.öld á Íslandi og hvernig þau mál standa í dag með vísun í #metoo byltinguna

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479