Í tilefni að fimmtíu ára afmæli Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) verður sýningin "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" sett upp í Sláturhúsinu í október. Þar er um að ræða samsýningu samtakanna Landverndar og Ólafs Sveinssonar.
Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám er fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut. Sýningin var upphaflega sett upp í Norræna húsinu, fór svo vestur á Ísafjörð í Edinborgarhúsið.
Í tilefni afmælis NAUST verður bætt við sýninguna ljósmyndum sem tengja má beint í austfirska náttúru.
Sýningaropnun er laugardaginn 3. október kl. 17:00 og stendur sýningin til 25. október.
Mynd með færslu: Ellert Grétarsson