Skip to main content

Næstu sýningar

Plastúra Bindi I - Verufræðilegt veggteppi; endurfæðing nýs vistkerfis - Ragnheiður Sigurðar Bjarnarson

Plastúra

Bindi I - Verufræðilegt veggteppi; endurfæðing nýs vistkerfis

 

Í arfleifð mannkyns hefur komið upp fyrirbrigði sem opnar upp hugmyndafræði um framtíðar vistkerfi, nýtt náttúrulegt fyrirbrigði sem kallast Plastúra. Þetta umbreytingarferðalag, mótað innan um gereyðingarskemmdir, er knúið áfram af leifum heims sem drukknaði í plasti. Plastefnin sem eitt sinn voru talin skaðleg vistfræðilegra tilurðar, eru að ganga í gegnum mikla umbreytingu og með tímanum sýna þau ótrúlega aðlögunarhæfni. Örverur þróast, umbreyttast og innlima plastagnasambönd inn í sitt eigið náttúrulega efni.

Framtíð Plastúru er ekki bara umhverfi heldur heimspekilegir draumórar, vitnisburður um umbreytingarmöguleikana sem felast í nýsköpunarhugsun. Hugmyndin um Plastúru ögrar skilningi okkar á umhverfinu og bendir okkur á að skynja heiminn sem kraftmikið samspil samtengdra þátta. Plastúra gefur innsýn inn í seiglu plánetunnar okkar og íhugmyndir á samfelldri sambúð mannkyns og náttúru. Þetta nýja upphaf hvetur okkur til að endurmeta hlutverk okkar sem ráðsmenn jarðarinnar og móta sjálfbæra braut í þróun á eftirmannlegu og eftirnátturulegu umhverfi.  

Lífríki Plastúrunnar er á frumsköpunarstigi og mótun þess í þann mund að hefjast. Örverumyndunin er enn svo ofur smá að enn er aðeins hægt að sjá hana á uppstækkuðum smásjárglerum þar sem þetta nýja líf vex og dafnar. Smásjáarglerin sem eru til sýnis eru stækkuð mynd af upphafi nýs lífs á jörðunni, verufræðilegt veggteppi sem er enn í mótun. 

Njótum seglunnar, samrunanns og umbreytinganna.

Velkomin inn í framtíðarveröldina Plastúru. 

 

Tvöföld Narratíva / Double Narrative - Hlynur Pálmason

Olíu og pigment málverk ásamt kassa fullum af skúlptúr /  Oil and pigment paintings with a box full of sculpture

Laugardaginn 2.mars kl 15:00 opnar Hlynur Pálmason sýningu á 1.hæð Sláturhússins þar sýnir hann 
olíu og pigment verk sem unnin eru útfrá persónulegum ljósmyndum saman settar  í einhvernskonar klippimynd.
Verkin eru máluð með olíu og hreinum pigmentum sem er blandað við kanínu skinn lím og málað heitt á strigann. 
Skúlptúrarnir eru unnir út fundnum verkfærum og málningar dósum.
 
// 
This coming Saturday, 02.03,  we welcome you to the opening of a new exhibition in Slaturhusid.
Hlynur Pálmason, film director and visual artist, opens his exhibiton Double Narrative, oil and pigment works based on personal photographs that are put together in a collage. The works are painted with oil and pure pigments mixed with rabbit skin glue and painted hot on the canvas. The sculptures are made out of found tools and paint cans. The exhibiton opens at 15:00