Næstu sýningar

Solander 250: Bréf frá Íslandi

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að í ár eru 250 ár liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander frá Svíþjóð. Þá skrásetti Solander og safnaði margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð þjóðarinnar. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu  Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan.

Samhliða henni má svo sjá sýninguna Paradise Lost - Daniel Solander’s Legacy, sem ætlað er að minnast ferða Solanders til Kyrrahafsins árið 1769. Eru þar sýnd verk tíu listamanna frá Kyrrahafssvæðinu en Solander var í áhöfn HMS Endeavour í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu. Mynda sýningarnar tvær þannig einstakt samtal Norðurskautsins og Kyrrahafsins í ljósi ferða Solanders. Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og félagið Íslenska grafík

Paradise lost - Daniels Solander’s Legacy hefur áður verið sett upp á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Svíðþjóð en að loknum sýningartímanum í Hafnarborg munu sýningarnar ferðast um landið. Umsjón með sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi fyrir hönd félagsins Íslenskrar grafíkur hafa Anna Snædís Sigmarsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir.

 

Þátttakendur í Solander 250: Bréf frá Íslandi eru Anna Líndal, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir og Viktor Hannesson.

 Þátttakendur í Paradise Lost- Daniel Solander’d Legacy eru Alexis Neal, Dagmar Dyck, Jenna Packer, Jo Ogier, John McLean, John Pusateri, Lynn Taylor, Michel Tuffery, Sharnae Beardsley og Tabatha Forbes.

---

Solander 250: Letters from Iceland

Embassy of Sweden in Iceland and the Icelandic Printmakers Association

The exhibition Solander 250: Letters from Iceland is held to commemorate one of the first foreign scientific expeditions to Iceland in 1772, 250 years ago. On this journey was one of Carl von Linné‘s apostles, the Swedish natural scientist Daniel Solander. Among the things Solander and his fellow travellers recorded in Iceland were nature, culture, traditions and clothing styles. In their work, ten Icelandic artists will interpret these events, as well as how the nation and the country have changed since then.

At the same time, we present the exhibition Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy, but the exhibition also commemorates Solander’s travels, in this case, to the Pacific in 1769. In fact, Solander was the main botanist on the HMS Endeavor on the first European expedition to Australia. The two exhibitions thus form a unique dialogue between the Arctic and the Pacific through Daniel Solander’s travels. The exhibitions are presented in collaboration with the Embassy of Sweden in Iceland and the Icelandic Printmakers Association.

Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy has previously been exhibited in New Zealand, Australia and Sweden, but both exhibitions will travel around Iceland, following their showing at Hafnarborg. Management of the exhibition Solander 250: Letters from Iceland is in the hands of Anna Snædís Sigmarsdóttir and Elísabet Stefánsdóttir on behalf of the Icelandic Printmakers Association.

Participants in the exhibition Solander 250: Letters from Iceland are Anna Líndal, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir and Viktor Hannesson.

Participants in the exhibition Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy are Alexis Neal, Dagmar Dyck, Jenna Packer, Jo Ogier, John McLean, John Pusateri, Lynn Taylor, Michel Tuffery, Sharnae Beardsley and Tabatha Forbes.

grafikfelagid-vektor_1_110241024_1.jpg.       embassy-of-sweden_färg.jpg

Landvörður

Laugardaginn 28. janúar opnar ljósmyndasýningin Landvörður eftir ljósmyndarann Jessicu Auer á efri hæð Sláturhússins. 

Verkið Landvörður fjallar um sameiginlega ábyrgð okkar allra á náttúrunni. Það sýnir okkur bæði hvernig við snertum landið og hvernig við leyfum því að snerta okkur, hreyfa við okkur. Verkið Landvörður fjallar þó ekki aðeins um þau sem vernda landið og þau sem nýta landið heldur líka um landið sjálft og lífshætti okkar á jörðinni, hvernig allt tengist og flæðir saman. Við erum óteljandi eindir sem eiga sér ótal snertifleti, erum öll hluti af heild.

Jessica Auer hefur verið búsett bæði á Íslandi og í Kanada um árabil. Hún er á heimavelli á Íslandi en á einnig auðvelt með að setja sig í spor ferðamannsins sem kemur til Íslands í leit að nýrri upplifun. Jessica hefur frá árinu 2016 ferðast víða um land til að festa slóð ferðamannsins á filmu. Um leið hefur hún myndað þau sem standa vörð um landið, landverði í náttúru Íslands.

Samhliða sýningunni í Sláturhúsinu verður Jessica með sýningu á Skaftfell Bistró á Seyðisfirði.

//

Jessica Auer has lived in Iceland and Canada for many years. She feels at home in Iceland but also follows in the same footsteps of the tourist who comes to Iceland in search of a new experience. Since 2016, Jessica has travelled around the country to document the tourist’s trail, as well as take photos of those who guard the land, rangers in Icelandic nature. Her work Landvörður deals with our joint responsibility for nature. It shows us how to touch the land and how we allow it to touch us, to move us. However, the work does not solely revolve around those who protect the land or use it, but it is also about the land itself and how we live on it, how everything is connected and flows together. We are particles that are connected in countless ways, we are all part of one whole.

The exhibition coincides with Jessica Auer’s installation at Skaftfell Bistró in Seyðisfjörður. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479