I don’t know how to human in theater of nature

Laugardaginn 14. nóvember opnar sýningin "I don't know how to human in theater of nature" með listakonunni Laura Tack á efri hæð Sláturhússins.

Laura er fædd í Belgíu þar sem hún menntaði sig í myndlist. Hún hefur sýnt list sína víða, þ.m.t í New York, Seyðisfirði og í Marrakech þar sem hún er búsett á þessum tímapunkti. Listaverk Lauru eru einstök en þau sveiflast á mörkum hins abstrakta og fígúratífa. Hún vinnur með ímyndað landslag og fyrirbæri í náttúrunni, sterka liti og áferðir.

Sýningin opnar kl 14:00 og verður opin til kl 18:00. Laura verður sjálf á staðnum á meðan á opnuninni stendur.
Vegna fjöldatakmarkana verður bara hægt að hleypa 9 einstaklingum inn í einu, en við ætlum að setja upp gashitara og bjóða upp á heitan drykk fyrir utan Sláturhúsið fyrir þá sem komast ekki inn strax.

Sýningin stendur til 5. desember.  

Hér má skoða heimasíðu Lauru Tack. 

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479