Skip to main content

Opnun Sláturhússins eftir framkæmdir

29. september 2022

Fimmtudaginn 22. september  var Sláturhúsið formlega opnað aftur eftir gagngerar endurbætur, innan og utandyra. Dagskráin fór fram í nýjum sviðslistasal hússins, í frystiklefanum á efri hæð, þar sem Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og opnaði húsið formlega. Einnig héldu Björn Ingimarsson bæjarstjóri Múlaþings, Karl Lauritzson formaður byggingarnefndar, Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Ragnhildur Ásvaldsdóttir forstöðumaður Sláturhússins tölu. 

Tónlistaratriði voru frá sönghópnum Austuróp, en þeir Úlfar Trausti Þórðarson og Guðsteinn Fannar Jóhannson sungu einsöng við undirleik Sándor Kerekes. 

Að opnunarathöfn lokinni léku þeir Edgars Rugajs og Birgir Steinn Theodórsson jazztónlist fyrir gesti.

 Mikið fjölmenni var við opnunina og gríðarleg ánægja á meðal gesta með hvernig til hefur tekist með breytingar á húsinu. Arkitekt verkefnisins var Anna María Þórhallsdóttir hjá SNIDDU Arkitektum og Verkráð og Efla  höfðu yfirumsjón með framkvæmdinni. Fjölmörg fyrirtæki og verktakar á Austurlandi komu að verkefninu  og er mikil ánægja með öll þeirra störf. 

 Föstudaginn 23. september var fyrsta leiksýningin sett upp í sviðslistasalnum, en það var sýningin Góðan daginn faggi. Hún var sýnd tvisvar fyrir fullu húsi, fyrst fyrir grunnskólanemendur og um kvöldið var sýning sem var opin almenningi. 

 Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá í haust og hlakkar starfsfólk hússins mikið til að taka á móti fleiri gestum í nýuppgert og glæsilegt hús.

20220921 120101
20220922 174038
20220922 175826
20220922 175843
20220922 175916
20220922 182701
20220922 182737
20220922 183004
20220922 183009
20220923 122734
20220923 124033
20220923 124714
20220923 135731
20220923 135734