Prinsinn í Valaskjálf 19. maí

03. maí 2022

Þjóðleikhúsið frumsýndi nýverið, í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, leikritið Prinsinn eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Leikritið er byggt á sönnum atburðum en það fjallar um reynslu Kára sem horfðist í augu við það sautján ára gamall að eiga von á barni. 

Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann: 17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?

Hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, sem talar beint til okkar.

 

Alls verður Prinsinn sýndur á sjö stöðum víðs vegar um landið áður en sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu í haust. Sýningin verður í Valaskjálf þann 19. maí. Miðasala er í fullum gangi á leikhusid.is.

Sláturhúsið // Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Kaupvangi 9, 700 Egilsstaðir // This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. // s: 897 9479
Opnunartími / sumar: Þri-fös: 11-16, lau-sun: 13-16 // Opening hours (summer): Thu-Fri: 11 am - 4 pm, Sat-Sun: 1 pm - 4 pm